Langanesströnd

Búið hefur verið á Langanesströnd frá landnámi. Kynntu þér sögu Langanesstrandar frá öndverðu og um þorpið sem tók að myndast fyrir aldamótin 1900.

Lesa nánar

Sveitin á ströndinni

Búskapur hefur ekki alltaf verið auðveldur á Langanesströnd

Lesa nánar

Bakkafjörður

Enn er sóttur sjórinn á Langanesströnd. Lestu um útgerðarsögu staðarins

Lesa nánar

Velkomin á Langanesströnd

 

Á þessari vefsíðu er að finna ýmsan fróðleik um svæðið sem yfirleitt er nefnt Langanesströnd. Vefurinn er fyrst og fremst hugsaður sem byggðasöguvefur, þar sem aðgengileg er á einum stað saga svæðisins frá öndverðu til okkar daga, ásamt ýmsum áhugaverðum upplýsingum.

 

Heimildum hefur verið safnað saman víða og er einkum byggt á skriflegum heimildum sem birst hafa áður. Hins vegar er á síðunni að finna töluvert efni sem ekki hefur áður birst opinberlega. Hugsunin er sú að vefurinn stækki með tíð og tíma og eru lesendur því hvattir til að koma á framfæri efni sem rétt er að birtist á síðunni.